Quantcast
Channel: Málefnaspjall Pírata - Latest posts
Viewing all articles
Browse latest Browse all 37

Er til einhver Pírataleg túlkun á merkilegustu salernisferð ársins?

$
0
0

Hæhæ, veit að þetta spjall er vannýtt auðlind en datt í hug að skjóta fram þræði í kjölfar fjölmiðlaumræðu um háttvirtan þingmann.

Óháð því hver á í hlut, Pírati eða ekki, þá þykir mér persónlega oft leiðinlegt að lesa um skakkaföll kjörinna leiðtoga í persónulegu/utanstarfslífinu þeirra. Það er samt extra leiðinlegt að lesa kommentin frá boomer körlum og lélega stuðluðu ferskeytlurnar þeirra þegar flokkssystkyni eiga í hlut.

Svo sárnar mér smá. Ég veit að það er illa gert af mér að búast við ofurmannlegri hegðun frá öðrum og ein undirstaða lýðræðis er að fólkið í stjórn sé eins og maður sjálfur, en þau fá líka umboð sitt að einhverju leyti, í trausti þess að þau hegði sér betur en annað fólk og hafi vit fyrir okkur hinum.

Í ljósi þess hversu oft áður ég hef viljað að ráðherrar, þingmenn, bæjar- og borgarfulltrúar segi af sér, þá get ég ekki með góðri samvisku gert undantekningu þegar einhver úr uppáhaldsflokknum mínum gerir eitthvað ámælisvert. Jafnvel þótt að það sé einn af mínum uppáhaldsþingmönnum. Bæði vegna þess að það væri tvískinnungsháttur, en einnig vegna þess að eitt af grunngildum Pírata er að fólk taki ábyrgð og það ætti ekki að takmarkast við ráðherra og meirihlutastjórnir, heldur ættum við sem flokkur að vera leiðandi og fyrirmynd. Mér líður eins og ég sé að taka einhverja ábyrgð með því að kasta þessum pælingum fram, svo má endilega leiðrétta mig eða koma með fleiri sjónarhorn.

Tek fram að ég er ekki krefjast þess að Arndís Anna segi af sér, en þetta gæti verið hluti af umræðu um hvernig við viljum tækla ábyrgð innan flokksins ef það kemur eitthvað alvarlegt uppá í framtíðinni, því þá mega Píratar mega ekki vera undanskildir aðhaldi Pírata.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 37