Skemmtileg pæling. Ég er ekki 100% sannfærður um að boðvald sé rétta leiðin.
IPv4 tölur eru ekki vandamál á Íslandi vegna þess að meira en nóg af IP tölum eru í eigu íslensku fyrirtækjanna. Sömu sögu er ekki að segja í ríkjum sem komu seinna inn á internetið, eða fátæk lönd.
En þetta ríkidæmi Íslands í IPv4 tölum dregur auðvitað úr hvatanum. Það er annar innbyggður hvati fyrir IPv4, sem er að þú getur lesið þær auðveldlega upp í t.d. síma, eða lagt þær á minnið. IPv6 tölur eru mun erfiðari viðureignar þegar ekki er hægt að afrita þær beint.
Það þyrfti því að skilgreina vandamálið frekar nákvæmlega: hvers vegna ættum við að skipta yfir í IPv6? Er það til að styðja við internetþróun landa sem eiga of fáar IPv4 tölur? Mun IPv6-breyting á Íslandi hafa þau áhrif og ef svo er; hvernig? Það vakna allskonar spurningar sem þarf að svara út frá einhverju gefnu markmiði.
Mögulega er einn angi öryggishliðin. Það er ófýsilegt að portskanna IPv6 net, til dæmis. Það gæti verið eitt af markmiðunum, að gera þetta út frá þjóðaröryggisstefnu. En það þyrfti líka að gera nákvæmari greiningu á hvernig það myndi virka, og hvort það myndi virka.
Bara svona random pælingar tölvulúðans, sko. Ég er ekki með svarið við þessu.