Það væri sniðugt, en málið er að íslenska þjóðin er öll á Facebook, upp að slíku marki að við sem erum ekki þar, verðum mjög auðveldlega útundan bæði faglega og félagslega. Þannig þætti mér alveg flott að auglýsa spjallvettvanginn - hver sem hann er - á Facebook, en draga umræðurnar inn á hann frekar.
Það verða alltaf einhverjar umræður eftir á Facebook, en vandinn er svosem ekki að fólk ræði fólk á Facebook heldur að fólk ræðir hlutina bara á Facebook og ekki á spjallvettvöngum sem henta til skoðanaskipta.