Ég spyr því að ég hef ekki verið á Facebook núna í dágóðan tíma, síðan einhvern tíma í janúar eða febrúar ef ég man rétt, og líkar bara svo ljómandi vel við, að mögulega fer ég bara ekkert aftur á Facebook.
En þá er vandi minn sá að félagsstarfið á sér allt stað á Facebook. Við sem viljum ýmist ekki samþykkja dystópíska njósnaskilmála Facebooks, eða hreinlega kærum okkur ekki um allan pakkann sem það er að vera á samfélagsmiðli, verðum einhvern veginn bara utangátta.
Læt þetta duga í bili því ég veit ekki alveg hvort ég sé yfirhöfuð að tala við neinn hérna, en mig langar allavega óskaplega til að geta tekið þátt í umræðum án þess að vera á Facebook.
Mér þætti það ekki leiðinlegt ef einhver sem er á Facebook setti tengil í þessa fyrirspurn í tilheyrandi grúppur þar.