Núverandi staða er sú að útfærsla IPv6 á Íslandi er engin. Það þýðir að viðskiptavinir Íslenskra fjarskiptafyrirtækja geta ekki aðgengst vefþjónustur nema henni sé úthlutað IPv4 addressu. Öllum IPv4 addressum hefur nú þegar verið úthlutað, sem þýðir að hýsendur líkt og Hetzner láta nú viðskiptavini sína borga aukalega fyrir IPv4 addressu. Framboð og eftirspurn.
Engin merki eru um að Íslensk fjarskiptafyrirtæki útfæri IPv6 á næstunni; þetta er spurning um að minnka skammtímakostnað, líkt og verksmiðja sem hendir úrgangi í ánna. Nema ríkið festi í lög að IPv6 skuli vera útfært, efast ég um að það muni breytast næstu 10 eða 20 árin – rétt eins og verksmiðja mun ekki hætta að menga nema henni sé lagalega skylt það.
Ég vil sjá Íslenska ríkið setja skilafrest um að öllum íslenskum heimilum verði veitt IPv6 addressu og tengingu innan t.d. 3 eða 5 ára. Það er meira en nægur tími fyrir slíka breytingu – breytingu sem verður að eiga sér stað fyrir framtíð Internetsins.